fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Hvað er allt fólkið að gera?

Egill Helgason
Mánudaginn 7. nóvember 2016 20:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánudagur í nóvember. Það er rigning, ekkert skyggni, vindurinn blæs, mjög þungbúið. En miðbærinn er troðfullur af ferðamönnum. Það er fullt inni á öllum veitingahúsum, líka lélegu veitingahúsunum. Sumir túristarnir reyna að nota regnhlífar, en vita ekki að það er vonlaust á Íslandi.

Við göngum úr Skipholti niður Brautarholtið yfir Hlemminn. Í hverfinu þarna í kring úir og grúir af nýjum hótelum. Maður kann ekki að nefna þau. Þetta er dálítið grámyglulegt, mikil steinsteypa, hvergi sést grænn blettur. Það vantar ekkert upp á þéttingu byggðarinnar þarna.

Svo gengur maður niður aðalgötuna, Laugaveginn. Upplifir það eins og maður sé eini Íslendingurinn fyrir utan einn róna sem hímir við hraðbanka.

Og maður spyr – hvað er allt þetta fólk að gera hérna?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda