fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Eyjan

Tíminn þegar Framsókn þótti tæk í vinstri stjórn

Egill Helgason
Sunnudaginn 30. október 2016 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt sinn var það svo að vinstri stjórnir á Íslandi voru myndaðar með aðkomu Framsóknarflokksins. Það var oftar að kratar væru ekki með – þeir unnu með Sjálfstæðisflokknum. En leiðtogar Framsóknar, Ólafur Jóhannesson og Steingrímur Hermannsson, stukku fimlega milli hægri og vinstri stjórna.

Ef við förum lengra aftur var reyndar hugmyndin sú að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ynnu saman í ríkisstjórnum. Svo var það í hinni frægu „stjórn vinnandi stétta“, einhverri yngstu og ferskustu ríkisstjórn sem hefur verið á Íslandi, það var á kreppuárunum. Ég man eftir krötum sem felldu nánast tár þegar þessarar stjórnar var minnst.

Þeir töldu hana merkustu stjórn í sögu Alþýðuflokksins, ekki Viðreisnarstjórnina sem margir kratar vísuðu líka til. En þar starfaði Alþýðuflokkurinn með Sjálfstæðisflokki í heil tólf ár og var næstum dauður eftir.

Vinsti stjórnin 1956-1958 samanstóð úr Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Sósíalistaflokki. Framsóknarmaðurinn Hermann Jónasson var forsætisráðherra.

Svo kom aftur vinstri stjórn 1971-1974. Þar unnu saman Framsóknarflokkur, Alþýðubandag og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Framsóknarmaðurinn Ólafur Jóhannesson var forsætisráðherra.

Skammlíf vinstri stjórn ríkti 1978-1979. Þar áttu sæti Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur. Ólafur Jóhannesson var aftur forsætisráðherra.

Ríkisstjórnina 1980-1983 má telja nokkurs konar vinstri stjórn. Þar var klofningur úr Sjálfstæðisflokknum undir forystu Gunnars Thoroddsen sem var forsætisráðherra, auk Alþýðubandalags og Framsóknarflokks.

Vinstri stjórnin 1988-1991 samanstóð úr Framsóknarflokki, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og síðar Borgaraflokki. Forsætisráðherra var Framsóknarmaðurinn Steingrímur Hermannsson.

En síðan þá hefur verið alveg brennt fyrir samstarf Framsóknarflokksins við vinstri flokkana. Halldór Ásgrímsson vann með Sjálfstæðisflokknum alla formannstíð sína, íhugaði víst eftir kosningar að reyna að mynda vinstri stjórnir en úr því varð ekki. Á þeim tíma var mjög grunnt á því góða milli Framsóknar og vinstri flokkanna, þeir hömuðust í Framsókn eiginlega mun fremur en Sjálfstæðisflokknum sem þeir óttuðust kannski meira.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson veitti snemma á formannstíð sinni stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hlutleysi. Svo var kosið, Samfylking og VG tóku við stjórnartaumunum í meirihlutastjórn, og brátt var eins og algjör fjandskapur ríkti milli Framsóknar og vinstri flokkanna. Hún var alveg liðin tíðin þegar Framsókn var opin í báða enda, brosti sitt á hvað til hægri og vinstri.

Milli Sigmundar Davíðs og vinstri flokkanna hefur verið algjört óþol. Skothríðin á ríkisstjórnina á tíma hans beindist aðallega gegn Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn og Bjarni Benediktsson voru síður í eldlínunni. Það var næstum eins og stjórnarandstaðan kynni vel við Bjarna og veigraði sér í átök við hann.

Nú er niðurstaða kosninganna að Framsókn tapar stórt, Sjálfstæðisflokkurinn vinnur á og er langstærstur, en vinstri stjórn virðist fjarlæg.

Framsókn er hugsanlega á leið úr ríkisstjórn. Vinstri flokkunum virðist ekki detta í hug að bjóða henni í samstarf. En það gæti farið svo að í fyrsta skipti í langan tíma – fyrir utan í tíð hinnar skammlífu stjórnar Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar – sæti Framsókn í stjórnarandstöðu með flokkum af vinstri vægnum.

 

nato-3493-10

Vinstri stjórnin 1971-1974. Þarna eru þrír ráðherrar frá Framsókn, tveir frá Alþýðubandalagi og tveir frá Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Á þessum árum vann Alþýðuflokkurinn frekar með Sjálfstæðisflokki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu