fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Bergmálsherbergið á Facebook

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. október 2016 17:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

fb_icon_325x325Hvernig verður skoðanamyndun þegar við fáum meirihlutann af fréttunum sem við lesum í gegnum samskiptamiðla, Facebook einkum og sérílagi? Maður hlýtur að velta þessu fyrir sér nú rétt fyrir kosningar þegar flokkar og stuðningsmenn þeirra dæla út áróðri í gegnum samskiptamiðlana.

Fólk á náttúrlega sína, misjafnlega þröngu vinahópa á Facebook, og svo hafa líka áhrif algóriþmar sem netveitur eins og Facebook og Google nota til að velja fréttir og upplýsingar ofan í notendur sína.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur nú stigið fram og krefst þess að netfyrirtæki svipti hulunni af þessum algóriþmum og segir að skortur á gegnsæi í þessu efni ógni stjórnmálaumræðu. Merkel segir að þarna sé hætta á að upplýsingarnar sem fólk fær til sín þrengist úr hófi fram.

Ýmsir fleiri hafa varað við hættunum sem felast í því að fólk fái einungis upplýsingar sem staðfesta viðhorfin sem það hefur þegar eða er mælt með af fólki með svipaðar skoðanir. Hugtakið „bergmálsherbergi“ hefur verið notað í þessu sambandi.

Á ensku er líka notað hugtakið filter bubbles, við lokumst inni í slíkri bólu, sjáum ekki upplýsingar sem gætu ögrað viðhorfi okkar eða heimsmynd. Þetta getur falið í sér ýmsar hættur fyrir lýðræðið.

Um þetta er fjallað í grein í Guardian. Myndin sem þar er dregin upp er nokkuð áhyggjusamleg. Þar er staðhæft að 44 prósent fullorðinna Bandaríkjamanna fái fréttir sínar í gegnum Facebook en 60 prósent af þeim sem eru af árþúsundakynslóðinni.

Vitnað er í Caleb Gardener, sem eitt sinn var ráðgjafi Obamas forseta í málefnum samskiptamiðla sem segir:

Ef þetta vekur þér ekki ugg, þá veistu ekki nóg um algoriþma Facebook. Ef þú átt foreldra sem styðja Trump eru þau að sjá allt annan fréttaheim en þú.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin