fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Ekki samkeppnishæf lífskjör

Egill Helgason
Sunnudaginn 23. október 2016 20:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningabaráttan er farin að snúast mjög mikið um hvernig mynda eigi ríkisstjórn, hreyfingar á fylgi og hver vill vera með hverjum. Það verður að segjast eins og er að málefnin eru farin að falla dálítið í skuggann. Hinir svokölluðu stjórnmálaskýrendur eru dálítið slæmir með þetta – og ég sjálfsagt ekki barnanna bestur. Við höngum alltof mikið í skoðanakönnunum.

Á sinn hátt er þetta dálítið andlaust – og það verður að segjast eins og er að kosningabaráttan hefur mestanpart verið skelfing andlaus, maður hefði búist við meiri tilþrifum á tíma þegar blasa við stjórnarskipti og mesta fylgisleysi fjórflokksins fyrr og síðar. Það blása nýir vindar en þeir virka ekkert sérlega hvassir.

Það er á sinn hátt hressandi að sjá að Viðreisn heldur blaðamannafund beinlínis til að árétta málefnastöðuna, hann þarf sumpart að gera þetta til að brjótast út úr herkví umræðunnar um stjórnarmyndanir – og kannski kemst flokkurinn einmitt að kjarna málsins þegar hann segir brýnasta málið sé einfaldlega lífskjörin hérna:

Helsta vandamál íslensks samfélags er að lífskjör hér eru ekki samkeppnishæf við það sem býðst í nágrannalöndunum. Það er meginástæða þess að brottfluttir íslendingar umfram aðflutta eru 6000 frá 2010. Á sama tíma eru glögg merki þess að landið glími við spekileka.

Og þetta:

Kostnaðurinn af því að vera Íslendingur er of hár. Ein meginorsök þess eru háir vextir sem eru afleiðing af sveiflukenndu hagkerfi og óstöðugum gjaldmiðli. Íbúðakaupandi á Íslandi má væntast þess að greiða tvisvar – þrisvar sinnum fyrir eign sína í formi vaxta, á meðan íbúðakaupandi á Norðurlöndum greiðir einu sinni fyrir sína.

Viðreisn leggur meðal annars til myntráð til að lækka vexti, skattkerfisbreytingar, aukna innheimtu auðlindagjalda, en um leið meiri útgjöld til uppbyggingar heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og innviða – og minni skerðingar í almannatryggingakerfinu.

Getur hugsast að þetta séu málin sem við ættum að vera að tala um fyrst og fremst nú þegar einungis fimm dagar eru til kosninga, en aðeins minna um það hverjir eru með hvaða fylgi?

 

3fc5fa23b1-3456x2304_o-380x230

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin