fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Eyjan

Vandi Viðreisnar

Egill Helgason
Föstudaginn 21. október 2016 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir núverandi og fyrrverandi Sjálfstæðismenn, þá sem eru enn trúir og þá sem eru farnir annað eða eru að íhuga það, dynur nú áróður um að atkvæði greitt Viðreisn sé ávísun á vinstri stjórn. Þetta er línan sem hefur verði gefin í Valhöll og henni verður haldið fram á kjördag.

Úr hinni áttinni heyrist svo að Viðreisn muni hlaupa í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum ef hún fær tækifæri til. Þetta endurómar mjög kröftulega hjá Össuri Skarphéðinssyni sem vill reyna að forða því að fólk sem hefur kosið Samfylkinguna hallist í átt til Viðreisnar. Össur segir að Viðreisn og Björt framtíð vilji verða „aukahjól fallinnar ríkisstjórnar“.

Það er semsagt verið að setja undir leka til Viðreisnar bæði vinstra og hægra megin.

Fyrir Viðreisn er þetta dálítið erfitt. Hvernig getur flokkurinn svarað þessu? Viðreisn á erfitt með að kveða fast upp úr um með hverjum flokkurinn vill vinna, eðlilegast fyrir hann væri ef einhvers konar miðjustjórn væri í boði, en slíkt er ólíklegt. Um stöðu miðjunnar fabúlerar Þorsteinn Pálsson í grein á vef Hringbrautar. Hann leggur til að Viðreisn og Björt framtíð standi saman í umræðum um myndun ríkisstjórnar og geti þannig orðið „kjölfestan“ í nýrri ríkisstjórn.

Það má reyndar rifja upp að nafn flokksins, Viðreisn, vísar beinlínis í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem sat á árunum 1959 til 1971.

Samt er það svo að í þessu efni sannast gamla máltækið – sá á kvölina sem á völina. Það á við um Viðreisn þessa dagana.

 

85b9212f5d48be14c52bbb8b62d9c0bc

Þorsteinn Pálsson vill að Viðreisn og Björt framtíð standi saman á miðjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu