fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Reykjavík sem Disneyland?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. október 2016 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðbærinn er að verða eins og Disneyland.

Þessu er slegið upp í fyrirsögn í breska dagblaðinu Daily Telegraph og eru orðin höfð eftir Birgittu Jónsdóttur, alþingismanni og helsta leiðtoga Pírata.

Það er reyndar spurning hvort Birgitta hefur komið í sjálft Disneyland, það lítur svona út:

 

orlando-florida-disneyland

 

En hún segir líka:

Það er eins og borgin sé ekki mín borg lengur.

Nú er spurning hvaða borgar Birgitta saknar svo mjög? Eitt sinn var hún pönkari í kringum Hlemminn, en þá var borgin döpur og grá og varla neinir veitingastaðir eða kaffihús að heitið gæti. En pönkið þreifst náttúrlega á grámyglu.

Síðan gerðist það að byggðar voru verslunarmiðstöðvar, fyrst Kringlan og svo Smáralind og miðbærinn eiginlega tæmdist af fólki á löngu tímabili. Verslanir flosnuðu upp, það var helst að væri líf í tuskunum að næturlagi um helgar. Það var samt frekar álitið vandamál en hitt. Helst enginn var kominn á öldurhúsin fyrr en eftir miðnætti, því það var hagstæðara að hella á sig heima.

Þetta hefur breyst mikið. Alveg í miðjunni er mestöll starfsemin miðuð við túrista, vissulega, en svæðið sem getur talist vera miðborg hefur stækkað mikið, upp fyrir Hlemm, út með Höfninni og lengst út á Granda, út að Eiðisgranda og upp í Borgartún.

Það þarf heldur ekki að fara mörg ár aftur í tímann og þá var aldrei hræða á ferli á Skólavörðuholtinu. Nú iðar það af lífi og sömuleiðis hliðargöturnar út frá Laugavegi og Skólavörðustíg. Meira að segja Hverfisgatan er farin að virka dálítið sjarmerandi. Maður er jafnvel farinn að ganga hana sér til yndisauka – stað sem maður forðaðist eins og pestina áður.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin