fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Eyjan

Framsókn og spítalinn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. október 2016 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að segjast eins og er að viðsnúningur Framsóknarflokksins í spítalamálum er allstór í sögulegu samhengi. Stefnan sem nú er rekin í heilbrigðiskerfinu mótaðist að miklu leyti í tíð heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins. Flokkurinn fór með ráðuneytið í tólf ár samfellt, frá 1995 til 2007, og þá voru ráðherrar Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Kristjánsson og Siv Friðleifsdóttir.

Stefna sem gengur út á mikla miðstýringu í heilbrigðiskerfinu á rót að rekja til þessa tíma og einnig áformin um að byggja stórt sjúkrahús á lóð Landspítalans – hátæknisjúkrahúsið eins og það var kallað frama af.

Lengi var framsóknarmaðurinn Alfreð Þorsteinsson formaður framkvæmdanefndar nýja spítalans, eins og sjá má á þessari auglýsingu.

 

screen-shot-2016-10-20-at-12-28-27

 

En nú hefur Framsókn skipt um kúrs og telur spítalabygginguna við Hringbraut hið mesta óráð. Lilja Alfreðsdóttir, dóttir Alfreðs Þorsteinssonar, fer þar framarlega í flokki og skrifar á Facebook síðu sína:

Við viljum byggja nýtt og nútímalegt þjóðarsjúkrahús frá grunni á góðum og aðgengilegum stað, en ekki þröngva ótal byggingum inn í rótgróið íbúðahverfi þar sem framkvæmdir tækju lengri tíma með gríðarlegu ónæði fyrir sjúklinga, starfsfólk og íbúa. Við viljum byggja til framtíðar á svæði sem leyfir meiri byggingarhraða, þar sem hægt er að vinna dag og nótt og staðarval byggist á faglegum forsendum en ekki pólitískum og úreltum. Við viljum forða sjúklingum og aðstandendum frá umferðateppum og þrengslum miðborgarinnar en bjóða í staðinn nálægð við náttúruna sem styður við markmið um bætta heilsu fyrir líkama og sál. Ég trúi því að okkar leið sé allt í senn; betri, skilvirkari og hagkvæmari og að nýtt þjóðarsjúkrahús kæmist fyrr í gagnið en ella.

Lilja birtir líka þessar myndir af spítala sem danska arkitektafyrirtækið C.P. Möller hannaði. Eiga væntanlega að sýna hvernig íslenskur spítali á öðrum stað en við Hringbraut gæti litið út. Verður reyndar að segjast eins og er að þessi hús eru allmikið fallegri en teikningar sem hafa sést af Hringbrautarsjúkrahúsinu.

 

screen-shot-2016-10-20-at-12-32-58

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu