fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Trump, sjónvarpið og blöðin

Egill Helgason
Mánudaginn 17. október 2016 23:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Preston, fyrrverandi ritstjóri Guardian og einn virtasti blaðamaður á Bretlandi skrifar um frammistöðu fjölmiðla gagnvart Donald Trump. Frambjóðandinn hefur náð að vaða uppi í sjónvarpi í langan tíma og lengst af var það alveg gagnrýnislaust. Það var eins og sjónvarpið elskaði hann, gæti ekki fengið nóg af honum.

Þetta vekur upp spurningar um sjónvarp sem fréttamiðil. Er það einfaldlega hlutverk sjónvarps að miðla því sem fólk segir, án þess að skoða staðhæfingarnar nánar, – eða kannski þá eins og víða er í Evrópu að gefa öllum nokkurn veginn jafnan tíma í kosningum, alveg burtséð frá því hvaða firrum þeir halda fram.

Preston bendir svo á að það hafi verið tvö dagblöð sem hafi farið að stunda alvöru blaðamennsku í tilviki Trumps. The New York Times og The Washington Post. Þau hafi flutt fréttir og breytt kosningunum. New York Times kom upp um að Trump hefði ekki borgað skatta í átján ár, Washington Post birti myndbönd sem sýndu hið fúla kvenhatur Trumps.

Sjónvarpsstöðvar hegðuðu sér eins og stórfyrirtæki sem hafa miklu að tapa, segir Preston, aðhöfðust ekki eins og NBC sem vissi af Trump-myndbandinu en lét sér nægja að senda það milli stjóra og lögfræðinga á stöðinni þangað til einhver einfaldlega sendi það til Washington Post.

Hvað hefði BBC gert spyr? spyr Preston að lokum. Það er sífellt verið að hamast á stofnuninni og hún býr við stöðuga hótun um að fjárveitingar verði skornar niður. En hvaða ályktanir er hægt að draga af umfjöllun BBC á tíma Brexit atkvæðagreiðslunnar, spyr hann,  var hún hlutlaus eða kannski bara gagnslaus?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin