fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Hrun í þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Egill Helgason
Laugardaginn 3. september 2016 22:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

reykjavik_frett-300x166Það sem vekur mesta athygli í prófkjöri Sjálfstæðismanna sem fór fram í dag er hin óvenjulega slaka kosningaþáttaka. Annað eins hefur varla sést hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Það er liðin tíð að hátt í tíu þúsund manns greiddu atkvæði í prófkjörum hjá flokknum, eitt sinn fór talan reyndar upp í næstum tólf þúsund.

Samkvæmt fréttum greiddu einungis 3340 atkvæði í prófkjörinu. Til smanburðar má nefna að í síðasta prófkjöri sem fram fór 2012 greiddu 7546 atkvæði. Þetta er semsagt fækkun upp á meira en 4000 manns. Þá voru 5438 atkvæði bak við efsta mann.

Samt hefur verið heilmikil smölun fyrir prófkjörið – og það hefur auðvitað verið fyrirferðarmikið á samskiptamiðlum. Það verður auðvitað að segjast eins og er að það eru breyttir tímar í pólitík – fjöldaþáttaka í flokksstarfi er liðin tíð – en þetta er ekki nema svipur hjá sjón hjá Sjálfstæðisflokknum.

Annað sem vekur athygli er hversu einsleitur listinn er. Af átta efstu mönnum, þeim sem eiga einhverja von í þingsæti, eru sjö lögfræðingar eða laganemar. Einungis Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ekki verið í laganámi – hann stundaði nám í stjórnmálafræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu