fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Hrun í þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Egill Helgason
Laugardaginn 3. september 2016 22:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

reykjavik_frett-300x166Það sem vekur mesta athygli í prófkjöri Sjálfstæðismanna sem fór fram í dag er hin óvenjulega slaka kosningaþáttaka. Annað eins hefur varla sést hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Það er liðin tíð að hátt í tíu þúsund manns greiddu atkvæði í prófkjörum hjá flokknum, eitt sinn fór talan reyndar upp í næstum tólf þúsund.

Samkvæmt fréttum greiddu einungis 3340 atkvæði í prófkjörinu. Til smanburðar má nefna að í síðasta prófkjöri sem fram fór 2012 greiddu 7546 atkvæði. Þetta er semsagt fækkun upp á meira en 4000 manns. Þá voru 5438 atkvæði bak við efsta mann.

Samt hefur verið heilmikil smölun fyrir prófkjörið – og það hefur auðvitað verið fyrirferðarmikið á samskiptamiðlum. Það verður auðvitað að segjast eins og er að það eru breyttir tímar í pólitík – fjöldaþáttaka í flokksstarfi er liðin tíð – en þetta er ekki nema svipur hjá sjón hjá Sjálfstæðisflokknum.

Annað sem vekur athygli er hversu einsleitur listinn er. Af átta efstu mönnum, þeim sem eiga einhverja von í þingsæti, eru sjö lögfræðingar eða laganemar. Einungis Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ekki verið í laganámi – hann stundaði nám í stjórnmálafræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“