fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Steinsteypuborg á rústum timburhúsaþorps

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. september 2016 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta þætti Steinsteypualdarinnar, sem er sýndur í sjónvarpinu í kvöld, er útgangspunkturinn árið 1915. Þá um vorið fór að rísa hér „Steinsteypuborg á rústum timburhúsaþorps“, eins og Pétur H. Ármannsson orðar það. Pétur er meðhöfundur okkar Ragnheiðar Thorsteinsson að þáttunum.

Þá um vorið varð Reykjavíkurbruninn mikli sem geyddi timburhúsum í Miðbænum, sum þeirra voru vegleg stórhýsi. Að honum loknum þurfti nánast að byggja Miðbæinn upp á nýtt, þá var timbrinu úthýst, en menn fóru að reisa hús úr steinsteypu. Sum þeirra voru stór og glæsileg, eins og til dæmis hús Natans & Olsen, sem seinna var nefnt Reykjavíkurapótek.

Þarna hefst líka tímabil svokallaðrar steinsteypuklassíkur. Steinsteypuhús rísa í Kvosinni, en líka í hæðunum fyrir ofan hana. Hannes Hafstein byggir hús á Grundarstíg, Einar Benediktsson flytur inn í steinsteypuhús við Laufásveg, en merkasta húsið er þó Hnitbjörg, hús Einars Jónssonar myndhöggvara á Skólavörðuholti. Það er einstakt verk – í raun stærsta höggmynd listamannsins.

 

8.des

 

Í þættinum í kvöld skoðum við meðal annars Gnitbjörg, sem reis eins og gnæfur hamar, á Skólavörðuholtinu og stórbrotnar hugmyndir Einars Jónssonar um húsið. Við förum líka mjög sérstæða íbúð hans sem er á efstu hæð hússins.

Steinsteypuöldin er á dagskrá RÚV klukkan 20.10 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu