fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Trump grefur undan Nató

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. júlí 2016 16:55

Trump hefur verið sakaður um skattsvik og nú sker hann niður hjá skattinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ótrúlegt að lesa í viðtali við Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, að Bandaríki undir hans stjórn myndu ekki endilega standa við skuldbindingar Atlantshafsbandalagsins.

Í viðtalinu sem birtist í New York Times sagði Trump að hann myndi ekki endilega verja bandalagsþjóðir Bandaríkjanna í Nató ef á þær væri ráðist. Samtalið snerist mikið um Eystrasaltsríkin, en Lettland, Litháen og Eistland upplifa mikla ógn frá Rússlandi Pútíns – og ekki furða. Öll þessi ríki hafa leitað skjóls í Nató (og líka ESB).

Þetta er sjálft grundvallaratriðið í Atlantshafsbandalaginu, árás á eitt ríki er árás á þau öll. Á þessu hefur öryggisstefna vestrænna þjóða byggst frá því snemma í Kalda stríðinu.

Trump sagði í viðtalinu að ríki sem ekki borgi reikningana sína njóti ekki endilega verndar. Og ennfremur:

Ef við fáum ekki til baka eitthvað af kostnaðinum við að vernda þessar þjóðir sem búa yfir miklum auði, þá væri ég algjörlega tilbúinn að segja við þær – til hamingju, þið skulið verja ykkur sjálfar.

Við gætum semsagt staðið frammi fyrir tímum þar sem Nató og ESB – alþjóðasamtök sem hafa náð að tryggja frið í Evrópu í 70 ár – eru að liðast í sundur. Mörgum gæti hugnast það – til dæmis Pútín. Trump sendir þau skilaboð að Bandaríkjunum sé kannski engin alvara með verunni í Atlantshafsbandalaginu. Zack Beauchamp segir í grein á vefnum Vox að þetta sé það hættulegasta, heimskulegasta og ábyrgðarlausasta sem hafi komið frá Trump – og auki líkurnar á kjarnorkustyrjöld.

En þetta er maðurinn sem Repúblikanaflokkurinn, flokkur Eisenhowers og Reagans, hefur valið til að setja fingurinn á kjarnorkuhnappinn.

 

Trump

Það hættulegasta, heimskulegasta og ábyrgðarlausasta sem hefur komið frá Trump?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti