fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Sagan um Síðhærða-Joe

Egill Helgason
Fimmtudaginn 14. júlí 2016 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er skemmtileg ljósmynd sem birtist í blaðinu Lögbergi-Heimskringlu í Winnipeg 1971. Þarna eru tveir Íslendingar á góðri stund, annar er Jim Goodman, frá bænum Winyard í Saskatchewan. Líklega hefur þessi náungi upphaflega verið Guðmundsson – það var algengt að Guðmundssynir breyttu nafni sínu í Goodman.

Hinn, sá síðhærði, er enginn annar en Long Haired Joe Stefánsson. Um hann fjölluðum við nokkuð í þáttunum Vesturfarar. Þar sýndi söguritarinn Nelson Gerrard fléttu úr hári Joes sem honum hafði áskotnast.

Joe var bróðir landkönnuðarins Vilhjálms Stefánssonar. Hann var fæddur í Manitoba í Kanada, fjölskyldan flutti síðar til Norður-Dakota, Bandaríkjamegin við landamærin, en seinna fór hann til Saskatchewan. Joe reyndi fyrir sér sem kúreki og átti slíka múnderingu. Í greininni í Lögbergi-Heimskringlu segir að hann hafi verið með sítt rauðleitt hár sem hann hafi bundið í fléttur þegar hann var að reka nautgripi. En hárið hafi fengið að leika frjálst þegar hann ferðaðist um með hestvagni og seldi hárvökva – þá hafi hinn mikli hárvöxtur komið sér vel.

 

Screen Shot 2016-07-14 at 14.38.45

 

Karlarnir á myndinni eru glaðir á góðri stund, eins og það kallast, með vindil og vínflösku. Virðist fara vel á með þeim. Með ljósmyndinni fylgir svo eftirfarandi texti eftir Elisabeth Oakland frá Grand Forks í Norður-Dakota þar sem segir að Joe hafi aldrei auðgast eða orðið frægur eins og bróðir hans, en hann hafi verið örlátur, haft mikla kímnigáfu og aldrei orðið uppvís að því að vera leiðinlegur.

Það er hægt að fá verri eftirmæli.

 

Screen Shot 2016-07-14 at 14.31.01

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans