fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Bergstaðastrætið, Kjaftaklöpp og Morgunstétt

Egill Helgason
Sunnudaginn 10. júlí 2016 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dásamlegu mynd setti Helgi Ingólfsson inn á vefinn Gamlar ljósmyndir. Hún sýnir norðurhluta Bergstaðastrætis nálægt 1905, eða það telur Helgi. Þarna eru hús sem eru horfin, timburhúsið sem er á móti Hegningarhúsinu nefndist Geysir, Guðjón Friðriksson segir að þar hafi verið rekin veitingastofa og gistihús.

Við sjáum að múrinn í umhverfis Hegningarhúsið er öðruvísi en síðar varð. Hann er framan við hliðarálmuna sem nú snýr beint út að götunni.

Þarna fyrir framan var svokölluð Kjaftaklöpp, svo nefnd vegna þess að þar var sagt að fólk kæmi saman, ræddi málin og skiptist á slúðri. Sjálfur drekk ég kaffi flesta morgna á litlu kaffihúsi sem nefnist Kaffifélagið, það er rétt þarna fyrir neðan. Mætti kalla það Kjaftaklöpp, en við þetta samsæti hefur farið að loða heitið Morgunstéttin.

Einhvern tíma var sagt að þarna væri mikið plottað á morgnana, en þau plott hafa alveg farið framhjá mér. Sjálfur er ég sérlega ólævís maður.

Takið eftir grjótgörðunum sem eru alls staðar umhverfis hús, þeir voru eitt einkennið á borginni, enda er hún byggð á grýttum holtum. Nú eru þeir mestanpart horfnir.

 

13661806_618225328340682_7682997876672682452_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans