fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Helgi Hrafn fer, Smári kemur

Egill Helgason
Föstudaginn 1. júlí 2016 08:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar telja væntanlega að málefni gangi fyrir mannvali, en það er nú samt svo að allir stjórnmálaflokkar þurfa að hafa gott og helst framúrskarandi fólk í liði sínu. Sú ákvörðum Helga Hrafns Gunnarssonar að gefa ekki kost á sér til þingsetu veikir Píratahreyfinguna mikið og dregur úr möguleikum hennar að sigra stórt í kosningunum í haust. Að sama skapi eru þetta góð tíðindi fyrir ríkisstjórnarflokkana sem losna við einn sinn skæðasta andstæðing.

Helgi Hrafn er einfaldlega sá Pírati sem nýtur mestra vinsælda og trausts. Það hefur hann áunnið sér með framgöngu sinni á þingi og í fjölmiðlum. Hann talar ætíð skýrt og málefnalega, kynnir sér hlutina vel, kemur á óvart með því að fara ekki hefðbundnar leiðir. Getur jafnvel skipt um skoðun – sem er mikilsverður eiginleiki. Helgi á mjög stóran þátt í vinsældum Pírata.

Ákvörðun hans virkar satt að segja hálf óskiljanleg, hann segist ætla að helga sig grasrótarstarfi í flokknum, svo varla er hann orðinn alveg afhuga pólitík. Það gæti farið svo að Píratarnir taki einfaldlega við stjórn landsins í haust, þá hljóta þeir að þurfa að hafa innan um reynt fólk á þingi, fólk sem er búið að læra á kerfið, fólk sem er hlustað á þegar það talar.

Það eru reyndar góð tíðindi fyrir Píratana að Smári McCarthy ætli að bjóða sig fram í kosningunum, hann sækist eftir fyrsta sæti í Suðurkjördæmi, enda upprunninn í Vestmannaeyjum. Smári hefur starfað víða erlendis síðustu árin, en hann er klár maður, víðsýnn og vel að sér – hann er náttúrlega einn af stofnendum flokksins og einn helsti hugmyndafræðingur hans.

 

f88db0f110-380x228_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Terence Stamp látinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“