fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Úrslit sem sundra í allar áttir

Egill Helgason
Föstudaginn 24. júní 2016 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðaratkvæðagreiðslan breska fer í rauninni eins illa og hún gæti farið. David Cameron efnir til hennar vegna innanflokksátaka í Íhaldsflokknum og vegna ógnar frá sjálfstæðisflokknum UKIP. Svo þarf að efna loforðið um atkvæðagreiðsluna – og þá sundrast Bretland gjörsamlega.

David Cameron lyppast niður og fer frá völdum. Pólitísk arfleið hans er að engu orðin. Hann hefur hingað til þótt frekar farsæll – og heppinn. En atkvæðagreiðslan var hreinn afleikur, það dugði ekki þótt forsætisráðherrann að síðustu færi að reyna að sýna einhverja sannfæringu með því að berjast gegn útgöngunni úr ESB.

Það bætir ekki úr skák hvað mjótt er á mununum – útgöngusinnar sigra, en það er langt í frá að vera afgerandi.

Skotar vilja vera áfram inni. Og það vilja Norður-Írar líka. Hugsanlegt er að Bretland liðist í sundur.

Tveir þriðjuhlutar kjósenda sem eru undir 35 ára aldri vilja vera áfram í ESB. Sextíu prósent af þeim sem eru yfir fimmtugu vilja fara út. Gamla fólkið er að ákveða framtíð unga fólksins.

Sjötíu prósent þeirra sem erum með háskólapróf vilja vera áfram í ESB, en fólk með litla menntun vill fara út.

Mikill meirihluti Lundúnabúa vill vera áfram, fólk í öðrum borgum vill fara.

Kosningabaráttan hefur verið óvenju svæsin og hrikalega ómálefnaleg. Sár hafa opnast sem verður erfitt að lækna og gjár sem verður erfitt að brúa. Það var spilað á þjóðernisofstæki, útlendingahatur og fordóma. Öfgahægrifólk eins og Marine Le Pen í Frakklandi, Geert Wilders í Hollandi og Norbert Hofer í Austurríki fagna þessum úrslitum – og auðvitað Nigel Farage sem lætur eins og hann sé aðamaðurinn í Bretlandi í dag.

Hverjir geta tekið upp þráðinn og leitt Bretland út úr þessu – og náð einhverri skynsamlegri lendingu? Þar mun líka reyna á forystumenn annarra Evrópuríkja.

Maður vaknar við þessar fréttir með kvíðahnút í maganum – og ótta vegna framtíðar barnanna sem þurfa að búa í Evrópu eftir að okkar kynslóð er farin. Það er ekki síst spurningin um hvort önnur lönd fylgi fordæmi Breta og við sjáum samstarf Evrópuríkja molna niður.

Þetta samstarf hefur, þrátt fyrir ýmsa galla, átt þátt í að tryggja frið, frelsi og velmegun. Pawel Bartoszek orðar það ágætlega:

Regla: Þegar fólk hefur upplifað stöðugleika, frið og velmegun í marga áratugi má alltaf treysta því að einhver stigi fram og lýsi því yfir að „almenningur sé búinn að fá nóg.“

ps. Það er svo pínu spaugilegt í ljósi umræðu um stjórnmál á Íslandi að þjóðaratkvæðagreiðslan í gær var einungis „ráðgefandi“. En varla komast menn upp með að hunsa úrslit hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“