fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Myndin frá Viðskiptaráði

Egill Helgason
Mánudaginn 13. júní 2016 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptaráð er félagsskapur sem lengi hefur boðað einhvers konar frjálshyggju-fúndementalisma – já, það má kalla það bókstafstrú.

Þetta má glöggt sjá í plöggum sem komu frá Viðskiptaráði fyrir hrun, til dæmis skýrslunni þar sem var boðað að Ísland yrði best í heimi með einkavæðingu heilbrigðiskerfins, menntakerfisins, orkunnar, náttúruauðlinda, afnámi verkalýðsfélaga, flötum sköttum og með því að viðskiptalífið hafi eftirlit með sjálfu sér.

Merkilegt er að sjá myndina sem er birt með nýrri skýrslu Viðskiptaráðs sem gengur mikið út á hvað opinber rekstur er hræðilegur.

Þarna eru menningarstofnanir eins og Sinfóníuhljómsveitin, Borgarleikhúsið, Íslenska óperan, Þjóðleikhúsið, Íslenski dansflokkurinn, Ríkisútvarpið og Menningarfélag Akureyrar. Einhvern veginn hefur líka Íþrótta- og tómstundaráð í Reykjavík komist inn á myndina, sem og skíðasvæði í Reykjavík, á Akureyri og Austurlandi.

Þarna eru sjóðir eins og Lánasjóður íslenskra námsmanna og Íbúðalánasjóður. Þarna er Veðurstofan, já hún, Ríkisendurskoðun, og svo fyrirtæki sem má telja mjólkurkýr: Duty Free, Isavia, Vínbúðirnar

Jú, þarna eru bankar sem féllu í umsjá ríkisins í uppgjörinu eftir hrun og verða þar sjálfsagt bara tímabundið. Landsbankinn, Arion og Íslandbanki. Það mætti reyndar nefna að meðan þeir eru í ríkiseigu væri kannski hægt að gera eitthvað í hinni geigvænlegu sjálftöku bankanna sem hefur stundað lengi – hinu skefjalausa peningaplokki sem þessar stofnanir sem við erum öll neydd til að skipta við stunda.

Og einhvern veginn hefur Landspítalinn komist inn á myndina. Landsvirkjun er reyndar ekki að sjá, en þarna er Rarik og Landsnet og Vinnumálastofnun.

Það er samt vandséð hvað á að  lesa úr þessari mynd nákvæmlega, þetta virkar svo ruglingslegt – en hún er á sinn hátt einhvern veginn dæmigerð.

 

Screen Shot 2016-06-13 at 18.13.52

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu