fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Að vita ekki alltaf best

Egill Helgason
Föstudaginn 10. júní 2016 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur Hermannsson var einhver jafnvinsælasti stjórnmálamaður á Íslandi í seinni tíð. Eitt af því sem fólk kunni að meta við Steingrím var að hann játaði stundum mistök og stundum sagðist hann ekki vita hlutina.

Fólk skildi þetta vel – við erum öll svona. Gerum mistök, segjum eitthvað vitlaust, misstígum okkur.

En svo er til önnur tegund af stjórnmálum sem felst í því að játa aldrei mistök, viðurkenna aldrei að manni hafi orðið á í messunni, skipta aldrei um skoðun.

Það er ekki stórmál þegar stjórnmálamaður er spurður um ósmekklega notkun hans á orðinu „múlatti“ í viðtali.

Einfaldast hefði auðvitað verið fyrir hann að segja að hann hefði aðeins farið yfir strikið þarna – það hefðu allir skilið og málið hefði verið úr sögunni.

En nei, í staðinn er farin þrætuleiðin. Þetta er einhverjum öðrum að kenna. Þeim sem fannst þetta ekki alveg í lagi, þeim sem sömdu orðabókina. (Orðabækur eru reyndar fullar af ljótum orðum sem við notum helst ekki – það er ekki gæðastimpill á orði að vera í orðabók.)

Maður vonar að brátt heyri stjórnmál af þessu tagi sögunni til, að ungt fólk hafi vit á að stunda þau ekki eða falla fyrir þeim. En svo má líka rifja upp fordæmi Steingríms Hermannssonar sem hafði ekki alltaf svör við öllu. Vissi ekki alltaf best.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu