fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Útvarpshús og tónleikahöll – í kringum 1950

Egill Helgason
Laugardaginn 4. júní 2016 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér eru myndir af líkani útvarpshúss sem hugmynd var að reisa vestur á Melum, þar sem Þjóðarbókhlaðan stendur nú. Þetta getur að líta á sýningu sem brátt opnar í útvarpshúsinu í Efstaleiti í tilefni af fimmtíu ára afmæli sjónvarpsins.

Þessi bygging, sem aldrei varð að veruleika, á sér merkilega sögu. Jónas Þorbergsson, fyrsti útvarpsstjórinn, beitti sér fyrir stofnun byggingasjóðs og safnaðist talsvert fé í sjóðinn á árunum 1940-1950. Ingvar Gíslason, sem eitt sinn var menntamálaráðherra, rakti söguna í þingræðu 1981 og talaði um stríðsgróða í þessu sambandi. Sagði Ingvar að sjóðurinn hefði verið orðinn alldigur um 1950.

Jónas beitti sér fyrir því að útvega stóra lóð vestur á Melum og fékk bandaríska arkitekta til að hanna útvarpshús. Eins og má sjá átti þetta að vera myndarbygging – og áfast við hana tónleikahús. Ingvar menntamálaráðherra sagði að þetta hús hefði verið „ágætlega hugsað í hvívetna“.

En það reis aldrei og var þetta skýringin, samkvæmt Ingvari Gíslasyni:

Byggingarsjóðurinn sem myndaður hafði verið af eins konar sparifé Ríkisútvarpsins, var í raun og veru tekinn herfangi, traustataki og fé hans ráðstafað til allt annarra þarfa en til var ætlast. M. a. var fé hans lánað til þess að ljúka Þjóðleikhúsinu. Sumt af þessu fé fór til þess að byggja íbúðarhús fyrir einhvern starfshóp í þjóðfélaginu. Hluti fjárins fór í lán til þess að koma upp húsi á horni Klapparstígs og Hverfisgötu sem Silli & Valdi voru að byggja, en þar átti útvarpið að fá inni með eitthvað af starfsemi sinni. Þá mun verðbólgan hafa étið sinn hlut af sjóðnum svo og gengisfellingar. Heyrt hef ég einnig að eftirhreyturnar af byggingarsjóði Jónasar Þorbergssonar hafi gengið til þess að kosta innréttingar í Fiskifélagshúsinu við Skúlagötu og greiða fyrir fram leigu fyrir húsnæði útvarpsins þar. — Þetta er í stuttu máli saga byggingarsjóðs Jónasar Þorbergssonar.

 

IMG_7585

Franmhlið útvarpshússins sem átti að rísa vestur á Melum. Það er ekki laust við að form þess minni dálítið á Hótel Sögu sem seinna reis á svipuðum stað.

 
IMG_7586

Tónlistarhúsið sem átti að vera áfast útvarpsbyggingunni.

 

IMG_7581

Bakhlið útvarps- og tónlistarhúsanna, með myndarlegri tjörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“