fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Hvernig á embættið að vera?

Egill Helgason
Laugardaginn 4. júní 2016 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetaembættið á Íslandi er svo skrítið að umræður frambjóðenda fyrir kosningar snúast um hvernig það eigi að vera.

Þetta er náttúrlega frekar óvenjulegt þegar æðsta virðingarstaða þjóðar á í hlut – embætti sem nú hefur verið til í 72 ár. Ef menn vita ekki betur til hvers embættið er, gæti meira að segja læðst að manni sá grunur að ekki sé sérstaklega mikil þörf á því.

Fyrst og fremst er þetta afleiðing af löngum valdaferli Ólafs Ragnars Grímssonar, harðsnúins pólitíkus sem settist í embættið fyrir tuttugu árum, hafði sig hægan á fyrri hluta valdaferilsins, en fór svo að tjá skoðanir á alls konar hlutum sem höfðu ekki verið taldir á sviði forsetans, þegar á má jafnvel segja að hann hafi verið farinn að semja utanríkisstefnu Íslands.

Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir tjáðu ekki skoðanir á nokkrum hlut nema málin væru algörlega óumdeild. Það var normið í sambandi við forsetaembættið. Allar ræður voru mjög almennt orðaðar.

Þegar Ólafur Ragnar tók við fór hann í opinbera heimsókn á sunnanverða Vestfirði. Hann sagði við blaðamann að sér þættu vegirnir á Barðaströnd vondir. Þetta vakti reiði og Ólafur var skammaður fyrir í Mogganum. Á þessum tíma mátti forseti ekki einu sinni segja að sér þættu vera óþægilega margar holur í vegi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu