fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Undir áhrifum á Rás 1

Egill Helgason
Fimmtudaginn 2. júní 2016 19:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef tekið að mér að vera með útvarpsþátt á Rás 1 í sumar. Hann hefur fengið heitið Undir áhrifum. Í þættinum gera gestir mínir grein fyrir áhrifavöldum í lífi sínu, það geta verið áhrif frá öðru fólki, atburðum, stöðum, kennurum, bókum, hugmyndum svo nokkuð sé nefnt.

Þetta er  semsagt dálítið skematískt.

Í seinni hluta þáttarins þreyta gestirnir svo hið svonefnda Proust-próf. Þetta er persónuleikapróf sem franski rithöfundurinn Marcel Proust setti saman, örlítið breytt og fært til nútímavegar. Ýmsar sérviskur Prousts fá þó að halda sér.

Gestirnir fá einnig að velja sér lög og texta til flutnings.

Undir áhrifum var nafn á annarri plötu hljómsveitarinnar Trúbrots. Þar birtist listi yfir ýmsa áhrifavalda hljómsveitarinnar, og skal fúslega viðurkennt að hugmyndin að þáttunum er komin þaðan sem og nafnið.

Þættirnir eru á dagskrá á Rás 1 klukkan 13 á laugardögum í sumar. Gestur í fyrsta þættinum er Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss, í þætti númer tvö er væntanlega Katrín Oddsdóttir og í þeim þriðja Kristinn Sigmundsson og svo heldur þetta áfram út sumarið með góðu fólki.

 

images-6

 

Samkvæmt listanum á Trúbrotsplötunni sem er nefnd hér að ofan voru þeir félagarnir undir áhrifum meðal annars frá Beatles, Crosby, Stills, Nash & Young, lauslæti, Pétri Östlund, Mogganum, Kaupmannahöfn, Reykjaneshrauni, Polar Club, Æskulýðsfylkingunni, fíkniefnaneyslu, friðarbaráttu,  fæði og húsnæði og Shady Owens. Mér skilst að myndin hafi verið tekin á öskuhaugum hersins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu