fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Tvístígandi Framsókn

Egill Helgason
Mánudaginn 30. maí 2016 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framsóknarmönnum er vandi á höndum á miðstjórnarfundi flokksins sem fer fram á laugardag. Þeir þurfa að fara að ákveða hvernig þeir ætla að haga málum sínum fram að kosningum.

Hver á að leiða flokkinn, Sigurður Ingi Jónsson forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður eða nýja vonarstjarnan Lilja Alfreðsdóttir?

Hermt er að framsóknarmenn séu afar tvístígandi gagnvart þessu.

Það hefur auðvitað komið fram að innan flokksins er mikil andstaða gegn kosningum í haust. Það eru margir sem eiga á hættu að missa þingsæti sín.

En það er erfitt að hætta við. Starfsáætlun þingsins næsta misserið tekur mið af kosningum sem væntanlega yrðu haldnar seinni partinn í október. Sjálfstæðisflokkurinn er kominn á fullt skrið með kosningaundirbúning, þar á bæ er boðað til prófkjara – flokksmenn telja sig eiga góða möguleika í kosningunum.

Á miðstjórnarfundinum kemur væntanlega í ljós hversu hörð mótspyrnan við kosningar verður innan Framsóknar – og hvort slær alvarlega í brýnu milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks um þær.

Að endingu myndi alltaf koma í hlut forsætisráðherra að rjúfa þing og boða til kosninga. En ef Framsókn vill það ekki? Þyrfti þá Sjálfstæðisflokkurinn að knýja fram kosningar ásamt stjórnarandstöðunni í haust?

Í því sambandi má benda á að stjórnarandstöðuflokkarnir eru kannski ekki allir jafn áfjáðir í kosningar. Samfylkingin er í fullkomnu óvissuástandi, líf hennar stendur tæpt, Björt framtíð virðist ætla að þurrkast út, Vinstri græn eru á siglingu – en í stað nokkurs fjölda þingmanna sem nú sitja kemur líklega nokkur fjöldi Pírata úr kjördæmum landsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu