fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Laugavegurinn er eins og Laugavegurinn

Egill Helgason
Mánudaginn 23. maí 2016 19:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski hluti mbl.is sem nefnist Iceland Monitor (stórt nafn) gerir grein fyrir tískustraumum í miðbæ Reykjavíkur.

Þarna eru leiðbeiningar um hvernig eigi að passa inn í bæjarlífið og líta ekki út eins og túristi. Segir að maður eigi ekki að vera í útivistarfatnaði.

En í rauninni eru þetta úreltar leiðbeiningar. Laugavegurinn í Reykjavík er eins og hinn Laugavegurinn, þessi sem liggur í Landmannalaugar. Það eru allir í útivistarfatnaði.

Íslendingarnir eru upp til hópa í útivistarfötum líka þegar þeir koma í bæinn. Sérstaklega á þetta við á hátíðardögum eins og 17. júní og menningarnótt. Það er ekki tilviljun að Bankastræti hefur fengið nýtt heiti og kallast nú Flísstræti.

Það er að opna ný útivistarfatnaðarbúð á Laugaveginum, beint á móti Máli & menningu, undir merkjum 66 Norður. Önnur ný opnar á Skólavörðustíg, það er Rammagerðin, og svo fáum við stærstu flísbúð heims uppi við Hlemm, þar sem eitt sinn var Sautján.

Það er helst að þeir fáu þorpsbúar sem enn lafa í miðbænum, nokkrir hipsterar og ráðuneytisfólk sem skýst milli húsa séu í því sem mætti kalla borgaralegan götuklæðnað. Annars klæðast allir útivistarflíkum í dauflegum jarðlitum og tilheyrandi bomsum, arkandi upp Laugaveg og Skólavörðustíg.

Þess utan má kannski nefna einstaka hópa af drukknum Bretum sem hafa álpast hingað í fyllerísferðir og eru alltaf á bolnum.

Við sjáum stundum gamlar myndir og hugsum: „Mikið voru allir fallega klæddir á þessum tíma.“

Hvað ætli menn segi í framtíðinni þegar þeir sjá þegar þeir sjá hvernig fólkið var klætt í miðbæ Reykjavíkur á árum túristabólunnar miklu?

 

 

Screen Shot 2016-05-23 at 19.35.59

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“