fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Aðallega tilfærslur innan liðsins

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. maí 2016 07:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðanakannanir upp á síðkastið hníga í þá átt að Sjálfstæðisflokkurinn sé aftur orðinn stærstur – stærri en Píratarnir. Uppsveifla Pírataflokksins sem hófst af alvöru í apríl í fyrra er nokkuð að ganga niður.

Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem Mogginn birtir í dag staðfestir þetta. Í fyrirsögn fréttarinnar segir að taflið sé að snúast við.

En þá er þess að geta að sammerkt er með flestum könnunum undanfarið að hlutföllin milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar breytast lítið. Mest virðast þetta vera tilfærslur innan liðsins.

Sjálfstæðisflokkur tekur frá Framsókn, Vinstri grænir taka frá Pírötum – VG er allt í einu komið á mikla siglingu. Píratar verða kannski ekki sá afgerandi forystuflokkur sem leit út fyrir um tíma.

Stjórnarflokkarnir hafa verið með á bilinu 35-37 prósent samanlagt og þurfa að bæta heilmiklu við sig ef ríkisstjórnin á að halda velli. Í kosningunum 2013 var þessi tala 51 prósent.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Alvarlegu augun

Óttar Guðmundsson skrifar: Alvarlegu augun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti