fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Lifandi tónlistarflutningur

Egill Helgason
Sunnudaginn 15. maí 2016 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður getur leyft sér að vona að bandaríski popparinn Justin Timberlake hafi breytt Evróvision keppninni með spilamennsku sinni í gærkvöldi. Timberlake var mörgum klössum ofar en aðrir flytjendur sem komu fram þetta kvöld.

Hann er náttúrlega heimsstjarna, en þetta felst líka í því að Timberlake var með lifandi tónlist. Hann hafði fjölda hljóðfæraleikara og söngvara á sviðinu – og þetta var live.

Eitt af því sem manni sýnist vera að fara með Evróvision er að allir nota playback – tónlistin er flutt af tölvudiskum, hið eina sem er lifandi er eitthvað af söngnum. Þannig verður þetta gelt eins og karaókí.

Vonandi fara aftur að sjást hljóðfæri á sviðinu – eða má það ekki?

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=NFRpUJ0m1nA

 

 

En það má reyndar fagna sigri Úkraínu sem komu í keppnina og sigruðu með lag og texta sem hefur þó einhverja þýðingu – krafan um algjört innihaldsleysi í Evróvision er máski orðin aðeins of stíf.

Lagið fjallar um hryllilegar þjóðernishreinsanir á tíma Stalíns. Þar er sungið um Tartara á Krím, en það voru miklu fleiri þjóðir sem urðu fyrir slíkum brottflutningi fyrir stríðið, eftir stríðið og meðan á því stóð: Pólverjar, Litháar, Lettar, Eistar, Tsétsénar, Ingusetar, Grikkir sem bjuggu á Krímskaga, Finnar sem bjuggu í Karelíu og svo má halda áfram að telja.

Rússar bregðast æfir við, en það er ágætt að þeir séu minntir á þessa ljótu fortíð sem þeir vilja ekki kannast við á tíma vaxandi þjóðrembu og yfirgangs. Og eins og flytjandinn, Jamala, sagði – þetta fjallar líka á sinn hátt um 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Alvarlegu augun

Óttar Guðmundsson skrifar: Alvarlegu augun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti