fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Eyjan

Smávegis um einelti

Egill Helgason
Föstudaginn 13. maí 2016 08:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég man eftir skefjalausu einelti í minni skólagöngu, allt í kring. Það voru aðrir tímar. Börn gengu meira sjálfala og kennarar og foreldrar skiptu sér lítið af þessu. Börnin sem urðu fyrir eineltinu áttu í fá hús að venda. Mér verður hálf ómótt af því að hugsa um sum tilvikin – get ekki varist þeirri tilhugsun að sumir krakkar hafi borið merki þessa allt sitt líf.

Við lifum aðra tíma núna – það er almennt betur hugsað um börn og ef kemst upp um einelti er reynt að grípa inn í. Aðferðirnar virka þó sérkennilegar oft á tíðum. Mikil áhersla er lögð á að sætta gerendur og þolendur, eins og það er kallað, kvalara og þá sem eru kvaldir.

Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um hörmulegt eineltismál í Austurbæjarskóla. Þar er rætt við Vöndu Sigurgeirsdóttur sem er sérstaklega að rannsaka einelti. Hún segir að þurfi að beina athyglinni meira að gerendum:

Inngripin eru ekki nógu langvarandi og ítarleg. Það þarf að vinna meira með hópinn og sérstaklega þarf að vinna lengur með gerendur. Það dugar ekki að tala einu sinni eða tvisvar við þá og meira að segja getur það gert eineltið verra. Það þarf að lágmarki tíu skipta samskiptavinnu með gerendum.

Ég hef dálitla reynslu af svona málum frá því á síðustu árum. Kerfið virtist eiga að virka þannig að þegar eineltið fór yfir viss mörk var reynt að sætta gerandann og þolandann á fundi. Þeir skyldu takast í hendur. Með þessu eru gefin þau einkennilegu skilaboð að ábyrgð þess sem stendur fyrir ofbeldinu og þess sem verður fyrir ofbeldinu sé einhvern veginn jöfn. Það stenst auðvitað enga skoðun.

Þetta er hálfkák og getur verið mjög skaðlegt – og það er mjög hæpið að þetta virki.

Þolandi ber vitaskuld enga ábyrgð á ofsóknunum sem hann verður fyrir og það á ekki að reyna að magna upp hugmynd um að svo sé. Hann er skotmarkið, hefur einhvern veikleika í fari sínu eða útliti sem gerandinn kemur auga á – þeir sem hafa tilhneigingu til að beita einelti eru oft býsna næmir á slíkt. Ein hlið eineltis er einmitt að það magnar upp sjálfsefa og sjálfsásakanir hjá þeim sem verða fyrir því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Alvarlegu augun

Óttar Guðmundsson skrifar: Alvarlegu augun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti