fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Að fara frjálslega með sannleikann

Egill Helgason
Föstudaginn 13. maí 2016 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frjálsleg umgengni við sannleikann getur verið býsna lýjandi. Stundum er þetta reyndar kallaður spuni – og hann er mikið lýti á stjórnmálum nútímans. Spuninn er sums staðar orðinn eins og vísindi, svo er hann háþróaður, en alltaf hefur hann sama markmið, undanhald frá staðreyndum og sannleikanum.

Ólafur Ragnar Grímsson er í miklu viðtali í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann með rullu um hvers vegna hann hættir við forsetaframboð sitt. Hann segir að það hafi verið vegna þess að fram voru komnir kostir sem voru „ásættanlegir“, Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson:

Þess vegna er ég svona glaður. Vegna þess að ég verð að skilja við embættið á þann hátt að þjóðin með góðum hætti finni sér nýjan forseta og hann geti tekið við á þann hátt að embættið sé sterkt, samband þess við þjóðina traust og forseti skilji sig frá þessari hringiðu sem einkennir flokkana, Alþingi og þann þátt lýðræðiskerfis.

Trúir þessu einhver?

Varla. Annars vegar er Ólafur að reyna að halda andlitinu vegna atburðarásar sem þar sem hann hljóp illilega á sig og hins vegar er hann kannski að passa upp á hvernig sagan af honum verður skrifuð.

Staðreyndin er auðvitað sú að það var lítil eftirspurn eftir enn einu kjörtímabili Ólafs, fréttir af aflandsmálum veittu þessu svo náðarhöggið og þannig fór að fylgið hrundi. Það blasti við að Ólafur myndi líklega tapa kosningunum.

Svo má reyndar taka annan pól í hæðina. Þarna er sitjandi forseti að nota embætti sitt til að lýsa því yfir að tveir frambjóðendur séu hæfari en aðrir – hann er beinlínis að styðja þá, en dæmir aðra frambjóðendur léttvæga.

Ólafur Ragnar hefur verið að móta embættið á ýmsan hátt eftir sínu höfði – en það er held ég alveg nýtt að sitjandi forseti blandi sér með þessum hætti í kosningabaráttu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti