fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Eyjan

Facebook sem bergmálsherbergi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. apríl 2016 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er Facebook speglasalur eða bergmálsherbergi?

Ég hef velt þessu fyrir mér undanfarið.

Facebook velur ofan í mann vini, skráir notkun manns, það eru tölvuforrit sem vinsa úr og ákveða hvað maður sér.

Á endanum virðist vera hætta á því að maður lokist af með hópi af fólki sem hefur svipuð áhugamál og maður sjálfur, svipaðar skoðanir og kemur úr svipuðu umhverfi.

Þetta getur verið bagalegt þegar fólk er farið að nota Facebook sem sinn helsta fjölmiðil, fyrsta staðinn sem það fer á á internetinu og kannski þann eina.

Tökum til dæmis framboð Ólafs Ragnars Grímssonar. Ég segi eins og er, í þeim stöðuuppfærslum sem ég hef séð á Facebook síðan í gær er varla neinn sem fagnar þessum tíðindum. Margir virðast reyndar vera brjálaðir af reiði. Daginn áður póstuðu þeir barnamyndum, nú dreifa þeir greinum þar sem Ólafur Ragnar er tekinn til bæna, stundum af mikilli heift.

Af þessu að dæma á Ólafur Ragnar ekki séns í kosningunum, hann er dæmdur til að skíttapa.

En samt skilst mér, og tel reyndar líklegt, að Ólafur Ragnar sé í yfirburðastöðu. Að hann sé líklegur til að vinna kosningarnar næsta auðveldlega. Þetta birtist hins vegar ekki á Facebook síðunni minni, en kannski á öðrum Facebook síðum?

Er Facebook kannski búið að þrengja heiminn sem ég lifi í? Loka mig inni með fólki sem er svipað og ég? Einn vinur minn á Facebook skrifaði þegar ég setti fram hugleiðingar í ætt við þessar:

Internet algorithmarnir setja alla í hópa og enginn fær að sjá aðrar skoðanir en hann er með sjálfur, þannig einangrar þessi tækni þjóðfélagshópa.

Hugsanlega væri gott ef maður fengi sjálfkrafa endurnýjun í vinahópnum, fyrst maður er orðinn svona háður þessu fyrirbæri. Hann þyrfti ekki að endurnýjast allur, nei, það væri of mikið, en kannski um 10-20 prósent á viku, það gæti verið nóg.

Sting þessu svona að Zuckerberg.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna
Eyjan
Í gær

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Starbucks í samstarf við Fastus

Starbucks í samstarf við Fastus