fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Fimmtugur dr. Gunni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. október 2015 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtugir menn teljast kornungir í dag – og það er svosem ekki ástæða til að skrifa langar mærðargreinar um þá. Að minnsta kosti ekki eins og Þjóðviljinn á sínum tíma þegar fimmtugsafmæli Einars Olgeirssonar var forsíðuuppsláttur. Svoleiðis gera menn ekki lengur, persónudýrkunin er ekki alveg svona öfgakennd.

En Gunnar Lárus Hjálmarsson á fimmtíu ára afmæli í dag – það er semsagt hann dr. Gunni.

Doktorsnafnbótina tók hann sér reyndar sjálfur, hún hefur ekki verið viðurkennd af neinni háskólastofnun, en á mörgum sviðum er Gunni ígildi doktors.

Hann var í hrikalega skemmtilegri pönkhljómsveit sem nefndist Svarthvítur draumur. Hann gerði eina bestu rokkplötu Íslands með hljómsveitinni Unun. Hann hefur líka gert frábærar barnaplötur með dálítið óhefluðum húmor sem krakkar kunna vel að meta.

Gunni er feikilega góður stílisti – meinfyndinn og hugmyndaríkur eins og sjá má á bloggi hans. Hann er helsti skrásetjari íslenskrar tónlistarsögu og hefur unnið ómetanlegt starf við söfnun heimilda, upptaka og myndefnis. Popppunktur, spurningaþættir hans um tónlist voru dágóð skemmtun, þeir voru fyrst á Skjá einum og síðan á RÚV.

Nú sýnir sjónvarpið heimildarþáttaröð eftir Gunna og félaga hans sem fjallar um popp- og rokksögu Íslands. Við höfum fengið að sjá tvo þætti og þeir lofa afar góðu. Þeir byggja á bókinni Stuð vors lands. Ég spái Edduverðlaunum.

Ég man fyrst eftir Gunna þegar hann var dálítið sérkennilegur bankagjaldkeri sem fékkst við pönk, ég næ ekki alveg aftur í skiptistöðina í Kópavogi þar sem þetta byrjaði víst allt. Við þekkjumst ekki sérstaklega vel – en ég ber ómælda virðingu fyrir honum.

Hér eru svo Lög unga fólksins af plötunni Æ með Unun, þarna eru dr. Gunni, Þór Eldon og Heiða. Samkomulagið í hljómsveitinni var víst ekki alltaf gott, meikið tókst ekki, en þetta stendur fyrir sínu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins