fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Vel í lagt að hafa tvær umferðir í forsetakjöri

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. október 2015 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef forseti Íslands er bara táknrænn, þá er satt að segja ansi vel í lagt að kjósa hann í tveimur umferðum eins og Björt framtíð leggur til nýju frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá. Það myndi þýða tvöfaldar kosningar, líklega með svona hálfum mánuði á milli.

Þetta fyrirkomulag er til dæmis notað í Frakklandi, en það verður að segjast eins og er, þar er ansi mikið meira í húfi en í íslenskum forsetakosningum. Íslendingar hafa alltaf gert meira úr forsetaembættinu en tilefni er til miðað við völdin.

Reyndar má efast um að Vigdís Finnbogadóttir hefði nokkurn tíma orðið forseti ef þetta hefðu verið lög þegar hún var kjörin 1980 með aðeins 33 prósentum atkvæða.

Það er náttúrlega möguleiki að hægt sé að verða forseti með enn minna fylgi ef nógu margir bjóða sig fram.

Ólafur Ragnar Grímsson fékk 41 prósent árið 1996, en hins vegar voru aðeins tveir í framboði 1968 og þá fékk Kristján Eldjárn ríflegan meirihluta, 67 prósent.

En við vitum í raun ekki hver verða völd forsetans framvegis, Ólafur Ragnar hefur vissulega virkjað málskotsréttinn, eins og það hefur verið orðað. En stjórnarskrárbreytingar gætu í raun gert hann úreltan, þ.e. ef sett eru inn ákvæði um að viss prósenta landsmanna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu með undirskriftum.

Þess má svo geta að í tillögum Stjórnlagaráðs var gert ráð fyrir um að kjósendur fengu að raða upp frambjóðendum í forsetakosningum í forgangsröð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins