
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í viðtali í útvarpinu í morgun. Það var gott að heyra hvað hann talaði af mikilli skynsemi og yfirvegun.
Það verður að segjast eins og er maður hafði ekki mikla trú á Gunnari Braga þegar hann tók við þessu embætti. Manni fannst eins og hann sæi kannski ekki út fyrir fjallahringinn í Skagafirði.
En hugsanlega hefur Gunnar Bragi tekið utanríkisráðherraveikina, eins og það er kallað. Þetta er góðkynja sjúkdómur. Hann lýsir sér í því að eftir ferðalög og veru á alþjóðavettvangi verða utanríkisráðherrar víðsýnni, fróðari, skilja veröldina betur.