fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Síðbúinn sigur Jóhönnu

Egill Helgason
Sunnudaginn 4. október 2015 18:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er dálítið skemmtileg könnunin sem Gísli Marteinn Baldursson birti í nýjum þætti sínum og sýnir að Jóhanna Sigurðardóttir nýtur mests álits af forsætisráðherrum Íslands á síðustu áratugum.

Stjórn Jóhönnu skíttapaði Alþingiskosningunum 2013 og fylgi flokks hennar lækkaði um heil 17 prósentustig. Það er hugsanlega mesta fylgistap flokks í stjórnmálasögu Íslands.

En þetta er smá uppreisn æru fyrir Jóhönnu – og hún hefur svosem mátt sækja ákveðna huggun í að fylgið hefur reyst hratt af eftirmönnum hennar sem töluðu sem hæst um að hún ætti að segja af sér á sínum tíma.

Jóhanna er ekki bara hæst, hún er langhæst. Það er greinilegt að þetta fer í taugarnar á sumum hægri mönnum sem hafa skrifað á samskiptamiðla að þetta sé ekkert að marka vegna þess að Jóhanna sé eini vinstri maðurinn sem spurt var um í könnuninni. En það er nú ekki alveg rétt – Steingríms Hermannssonar er fyrst og fremst minnst fyrir að leiða vinstri stjórn.

En um leið má spyrja að því hvernig staða Davíðs Oddssonar væri ef hann hefði haft vit á að hætta fyrir kosningarnar 2003? Það er ekki ólíklegt að þá hefði hann vermt toppsætið, en í staðinn er hann bara miðlungs.

 

fr_20151002_023915

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins