fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Magnaður göngutúr – með djúpa merkingu

Egill Helgason
Laugardaginn 24. október 2015 02:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Walk, myndin um Frakkann Philippe Petit, sem steig frægan línudans í New York 6. ágúst 1974 er magnaðri en maður hefði búist við. Ekki bara vegna þess að þar er spilað miskunnarlaust á lofthræðsluna í manni með miklum tæknibrellum – þetta er sérlega vel uppbyggð og útfærð kvikmynd – heldur vegna þess að hún hefur ákveðna dýpt sem maður átti ekki sérstaklega von á að finna.

Það eru sjálfir Tvíburaturnarnir sem Petit gengur á milli, árið er 1974, þeir eru nýbyggðir. New York-búar eru ekki vissir um hvernig þeir eiga að taka þessum stórhýsum, en með göngu sinni má segja að Petit gæði þau lífi.

Þær fá meiningu sem er stærri en stálið og glerið – eins og þær hafi verið snertar með sprota. Petit gengur átta sinnum milli húsanna á línunni, að verkamönnum, lögregluþjónum og vegfarendum ásjáandi.

En allan tímann, í atriðum sem fara upp niður bygginguna nóttina og morgun þessa fræga gjörnings, man maður hver urðu örlög þessara bygginga og fólksins sem var í þeim þegar á þær var ráðist. Eftir hinn magnaða gjörning Petits, sem óneitanlega hefur mikið listrænt gildi, skynjar maður hvernig hatrið drepur sköpunargáfuna – listina og lífið sjálft.

En þetta er aldrei sagt beint út í myndinni, aldrei sýnt – og hið einstæða lokatriði, eitt það flottasta sem maður hefur séð í kvikmynd lengi, fjallar um árásina án þess að gera það í rauninni, það er á lægstu hugsanlegum nótum – alveg understated – en er þess vegna svo áhrifaríkt.

 

images-15

Lokasena The Walk er ólýsanlega mögnuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins