
Vigdís Hauksdóttir talar um aðför hulduhers að Framsóknarflokknum. En þetta er samt grímulaust. Þá vaknar spurningin hvort hulduher geti verið grímulaus – eða er eitthvað allt annað á seyði?
Upp rifjast ummæli Stefáns Valgeirssonar, sem eitt sinn var þingmaður Framsóknarflokksins, og var um tíma talinn vera liðsmaður hulduhers, kannski sá eini.
Aðspurður um þetta sagði Stefán í sígildu fréttaviðtali:
„Huldumenn eru ekki huldumenn nema þeir séu huldumenn.“