fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Þroskasaga Jóns Gnarrs í Kiljunni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. október 2015 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr er í viðtali í Kiljunni í kvöld um nýju bókina sína, Útlagann. Þetta er einlægt og hreinskilið viðtal – ég segi eins og er að mér fannst áhrifamikið að tala við Jón um unglingsárin, lífið í héraðskólanum að Núpi í Dýrafirði, ógnvekjandi læknisaðgerð sem hann fór í og tímann þegar hann var á lausum kili í Reykjavík og neytti fíkniefna og læknadóps. Þetta er lýsing á ungum manni sem á mjög erfitt að fóta sig í tilverunni, er haldinn einhvers konar ofurnæmi og er mjög hæfileikaríkur á sinn hátt – þótt hann skilji það ekki sjálfur, hvað þá aðrir.

Þetta er afar merkileg þroskasaga.

Svo er fleira fínt efni í þættinum. Jón Kalman Stefánsson segir frá nýju bókinni sinni, Eitthvað á stærð við alheiminn, hún er framhald af Fiskarnir hafa enga fætur sem kom út í fyrra. Kristín Svava fer með kvæðið Stormviðvörun, eitthvert skemmtilegasta ljóð sem maður hefur heyrt í seinni tíð. Kvæðið hefur eftirfarandi tileinkun, sem kemur frá veðurfræðingnum Birtu Líf Kristinsdóttur – semsagt úr veðurfréttunum:

Dagurinn á morgun verður verri, en það þýðir ekki að dagurinn í dag sé ekki slæmur.

Í upphafi þáttarins fjöllum við svo um Hundadaga eftir Einar Má Guðmundsson og Lausnina, bók sem er skráð á höfundinn Evu Magnúsdóttur, sem mun ekki vera til eins og komið hefur fram í fjölmiðlaumræðu undanfarinna daga. Margir hafa tjáð sig um bókina, líklega flestir án þess að hafa lesið hana. En hvernig er hún í alvörunni?

 

mb2-cq0Q

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins