fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Er Netanyahu farinn að hvítþvo Hitler?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. október 2015 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, er hættulegur ofstækismaður, ósvífinn, spilltur, með snert af mikilmennskuæði – en hann er ekki heimskur.

En megalómanían er farin að taka á sig ansi öfgafullar myndir.

Netanyahu er svo viss um stöðu sína að hann sýnir sjálfum Bandaríkjaforseta eintóman hroka, tekur þátt í kosningabaráttu með andstæðingum hans úr Repúblikanaflokknum. Hann mætir í ræðustól hjá Sameinuðu þjóðunum, einblínir þóttafullur út í salinn og þegir – í þeirri fullvissu að hann sé hafinn yfir svona samkomur.

En nú tekur steininn úr þegar Netanyahu segir að Helförin sé í raun ekki Hitler að kenna, heldur Palestínumönnum. Hitler hafi í raun viljað reka gyðinga burt frá Evrópu, en hann hafi farið að ráðum svokallaðs Muftis af Jerúsalem sem lagði til að þeir yrðu drepnir. Muftinn var satt að segja neðanmálsgrein í sögunni.

Í Ísrael ætti þetta að þykja svívirða. Helförin er sjálfur grundvöllur Ísraelsríkis. Þegar litið er á hvernig Ísrael hefur haldið minningunni um Helförina lifandi – til dæmis með hinu áhrifamikla minningasafni Yad Vashem í Jerúsalem – eru ummæli forsætisráðherrans algjörlega galin.  Að hvítþvo Hitler til að klína sök á Palestínumenn er ekki bara smekkleysa, heldur móðgun við það sem er heilagast í Ísrael, minninguna um alla gyðingana sem voru myrtir útrýmingarbúðum nasista og þá sem komust undan á flótta en lifðu í þeirri stóru spurn hvers vegna þeir hefðu komist undan meðan aðrir tortímdust.

 

url-4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins