fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Tveir landsfundir

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. október 2015 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir stjórnmálaflokkar sem eru í hálfgerðri krísu halda landsfundi um þarnæstu helgi. Sjálfstæðismenn koma að vanda saman í Laugardalshöll, en Vinstri græn þinga á Selfossi.

Í Sjálfstæðisflokknum fer nú fram nokkur naflaskoðun, menn spyrja hvers vegna fylgið sé svo miklu minna en forðum tíð og þá ekki síst hvers vegna flokkurinn sé svo fylgislítill meðal ungs fólks.

Maður hefur heyrt tvær skýringar: Annars vegar að flokkurinn sé ekki nógu frjálshyggjusinnaður (frjálshyggjan sé í raun innan raða Pírata) og hins vegar að hann hafi gleymt gamla kjörorðinu „stétt með stétt“.

Þetta gengur hins vegar ekki upp – frjálshyggjan og stétt með stétt eiga ekki samleið.

Landsfundir eru skrítnar samkomur. Eitt sinn birtist þar hið mikla vald sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði í samfélaginu, þangað komu sveitarstjórnarmenn, skólastjórar, prestar, útgerðarmenn og forstjórar og klöppuðu fyrir ræðu formanns flokksins. Allt gekk þetta út á traust – það var sagt að málamiðlanirnar í samfélaginu gerðust á landsfundum Sjálfstæðisflokksins.

Nú er staðan dálítið öðruvísi og menn muna helst skrítnar uppákomur á landsfundum, eins og ræðu Davíðs Oddssonar þegar hann hraunaði yfir endurreisnarskýrslu flokksins og landsfundarsamþykktina sem rétt tókst að afstýra um að kristin gildi skyldu ráða för í lagasetningu á Íslandi.

Það er því fremur ólíklegt að landsfundurinn breyti einhverju um stöðu flokksins, pólitískar skrautsýningar eru ekki í tísku – á tíma þegar Píratar ráða ráðum sínum á netinu og þykja flottir fyrir vikið.

Flokksþing Vinstri grænna er náttúrlega miklu minna í sniðum – fer fram á Hótel Selfossi, í kjördæmi þar sem flokkurinn á engan þingmann. Það sem er kannski helst einkenni á VG þessi misserin er deyfð. Formaður flokksins er vinsæll, en það kemur afskaplega lítið frá flokknu, líkt og hann sé ennþá dasaður eftir stjórnarsetuna 2009-2013. Maður sér ekki að séu sérstakar líkur á að Vinstri græn rífi sig upp úr deyfðinni á landsfundinum.

Það kom í ljós á árum VG í ríkisstjórn að flokkurinn er ekkert sérlega róttækur og kannski ekki furða að ungt fólk leiti annað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins