fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Fáir máta sig opinberlega við forsetaembættið – eftir hverju bíður Ólafur?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 14. október 2015 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður heyrir ekki mikið af fólki sem gengur með forsetann í maganum – það er líka erfitt þegar Ólafur Ragnar situr á fleti fyrir og gefur ekkert upp um áform sín.

Eftir hverju er hann að bíða?

Í ágætu bréfi sem mér barst segir að hann hann hljóti að segjast ætla að hætta og standa við það, ekki vilji hann verða eins og Kekkonen Finnlandsforseti sem varð elliær í embætti og var látinn segja af sér.

Ólafur virkar reyndar hraustur og á örugglega mörg góð á eftir. Þau gæti hann notað til að skrifa ævisögu sína sem yrði vonandi bersögul og krassandi og myndi spanna langan tíma – Ólafur er jú búinn að vera í pólitík í hálfa öld sem hlýtur að nálgast að vera einhvers konar met.

Það er í raun engin ástæða fyrir Ólaf að gefa ekki upp hvort hann vill halda áfram – nema þá að hann sé að bíða til að sjá hverjir eru líklegir til að fara í framboð. Það er nefnilega ekki víst að hann eigi sigurinn vísan þótt hann byði sig fram.

Í íslenskum lögum eru engin ákvæði um hversu lengi forseti getur setið, en í tillögu Stjórnlagaráðs eru ákvæði um að hann skuli ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil – semsagt 12 ár.

Það mætti í raun alveg hugsa sér að forseta yrði gert skylt að tilkynna hvort hann sækist eftir endurkjöri ári áður en kosningar fara fram. Forsetinn hefur náttúrlega mikið forskot á aðra frambjóðendur en ekki meiri rétt á að gegna embættinu en aðrir – og með því að draga að segja af og á um framboð sitt er hann í raun að gera öðrum erfitt fyrir.

En eins og segir eru ekki margir að máta sig við forsetaembættið. Stefán Jón Hafstein boðar einhvers konar umræðuvettvang um forsetaembættið.  Stefán sér forsetakjör sem tækifæri til að efla lýðræðið í samfélaginu, en það er ljóst hann er ekki frábitinn því að bjóða sig fram sjálfur.

Svo má líka sjá ýmis tilþrif á Facebook, eins og áskoranir á Jón Þór Ólafsson pírata að bjóða sig fram til forseta og líka áskoranir á Halldóru Geirharðsdóttur, að ógleymdri síðunni Arnþrúði á Bessastaði, en þar er Arnþrúður Karlsdóttir hvött til framboðs. Sú síða er þó líklega sett upp í gríni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins