fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Íslensk efnisveita?

Egill Helgason
Sunnudaginn 11. október 2015 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netflix, YouTube og niðurhal eru að breyta sjónvarpi þannig að ekki verður snúið aftur. Áhorf á „línulaga“ dagskrá minnkar meðal ungs fólks – og það er eins með þetta og hverfandi lestur dagblaða, þetta er orðinn hlutur og breytist ekki aftur.

Um leið verður enskan fyrirferðarmeiri. Á sjöunda áratug síðustu aldar var háð á Íslandi mikil barátta gegn Kanasjónvarpinu og fyrir íslensku sjónvarpi. Það var loks stofnað 1966 og á fimmtíu ára afmæli á næsta ári. Þá var öll þjóðin að horfa á sömu dagskrána og vildi íslenskt efni. Loks var skrúfað fyrir Kanann.

En flæðir Kaninn út um allar gáttir. Hann er miklu öflugri en nokkru sinni. Mörg börn og ungmenni vita varla að til er íslenskt sjónvarp eða þeim dettur ekki í hug að opna fyrir það.

Eftirspurnin eftir íslensku efni er þó enn fyrir hendi, en dreifingarleiðirnar eru að breytast. Maður sér á YouTube að fólk er að hlaða inn alls kyns efni, jafnvel gömlum þáttum með Hemma af vhs-spólum. Það er svo eiginlega sorglegt hversu hinar íslensku efnisveitur eru lélegar, bæði hvað varðar framboð á efni, uppsetningu og viðmót. Þessu þarf einfaldlega að kippa í liðinn,  þ.e. ef menn telja að enn sé nauðsyn að Íslendingar horfi á íslenskt sjónvarpsefni á íslensku.

Það þarf að vera auðvelt að nálgast íslenskt sjónvarpsefni og það þarf að vera aðgengilegt í langan tíma. Við þurfum að geta séð bæði gamalt efni og nýtt, líkt og er á hinum erlendu efnisveitum. Ein hugmynd gæti verið að setja á stofn íslenska efnisveitu, sem væri mjög auðveldlega aðgengileg, og innihéldi sjónvarpsefni ekki bara frá Ríkisútvarpinu, heldur líka Stöð 2, Skjá einum og fleiri stöðvum.

Í slíka efnisveitu væri hægt að sækja ný Kastljós eða Ísland í dag, en líka gamla Vesturfara eða Tvíhöfða – nú eða jafnvel Hemma. Þetta ætti í rauninni að vera jafn sjálfsagt og að starfrækja bókasöfn.

Ríkisútvarpið mun ekki ráða við þetta aleitt – enda þótt mest efnið liggi sjálfsagt þar. Þetta þarf að gerast með sameiginlegu átaki – en ef menn meina eitthvað með tali um íslenska menningu og íslenska tungu ætti það að vera vel framkvæmanlegt.

 

Sjónvarpið_Testcard

Eitt sinn horfðu íslenskir sjónvarpsáhorfendur allir á það sama, jafnvel bara stillimyndina, nú hefur fjölmiðlaheimurinn splundrast í ótal mola og efnið þarf að vera aðgengilegt með allt öðrum hætti. Líka það íslenska.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins