fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Sjálfstæðisflokkur mjög fylgislítill meðal ungra borgarbúa

Egill Helgason
Föstudaginn 9. október 2015 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Könnun um stöðuna í borgarstjórnarpólitíkinni sem Viðskiptablaðið birti í gær sýnir margt forvitnilegt. Ég veit að Gísli Marteinn Baldursson ætlar að rýna betur í könnunina í þætti sínum Vikunni í sjónvarpinu í kvöld.

Í megindráttum sýnir könnunin stórsókn Pírata meðan fylgi annarra flokka minnkar. Píratar fengju 27,5 prósent, Samfylkingin 24, 7 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn er þriðji stærstur með 23,4 prósent.

Týr, sem skrifar pistla undir dulnefni í Viðskiptablaðið, notar tækifærið og gerir harða hríð að Halldóri Halldórssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins. Halldór er ekki maður stórra orða eða yfirlýsinga og hann er líka í þeirri stöðu að vera formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á sama tíma og hann situr í borgarstjórn. Halldór veit því manna best hversu staða sveitarfélaganna er erfið.

Týr segir að staða hans sé vonlaus – það gæti semsagt stefnt í að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að finna sér enn einn leiðtoga í borginni.

Þó má geta þess að staða Framsóknar og flugvallarvina – sem hafa haldið uppi harðri stjórnarandstöðu í Reykjavík – er ennþá verri. Þar er fylgið komið niður í 4,4 prósent, hefur meira en helmingast.

En þegar könnunin er skoðuð enn betur má greina að staða ríkisstjórnarflokkanna er jafnvel enn verri en við fyrstu sýn. Meðal fólks á aldrinum 18-34 ára hefur Framsókn aðeins 1 prósents fylgi, en Sjálfstæðisflokkurinn er með 15 prósenta fylgi á aldursbilinu 18 til 24 ára en 18 prósent á bilinu 24-32 ára.

Hjá fólki sem er yfir 67 ára hefur Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar 37 prósent. Fylgi Samfylkingarinnar er hins vegar jafnara eftir aldursflokkum. Í yngsta hópnum er hún með 22 prósent en þar eru Píratar með heil 39 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins