fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Er Stjórnstöð ferðamála svarið við mikilli fjölgun ferðamanna?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. október 2015 07:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Satt að segja er maður dálítið tvístígandi gagnvart hinni nýju Stjórnstöð ferðamála. Vissulega er rík þörf á stefnumótun innan ferðaþjónustunnar – hún hefur eiginlega ekki verið til fram að þessu. Í þessari stofnun mætast ríki, sveitarfélög og hagsmunaaðilar, en í stjórninni sitja hvorki meira né minna en fjórir ráðherrar, fjórir hagsmunagæslumenn og tveir frá sveitarfélögunum.

Þetta virkar eins og dálítið skringilegt samkrull – og forstjóri þessa batterís er ráðinn án þess að starfið hafi verið auglýst. Það hefur líka sýnt sig, eins og varðandi hinn misheppnaða Náttúrupassa, að það getur verið varasamt að láta hagsmunaöflin ráða of miklu.

En það á væntanlega eftir að skýrast hverjar valdheimildir þessarar stofnunar verða og hvernig fjárveitingum verður háttað.

Þó er ekki hægt að efast um knýjandi þörf á að bregðast við ferðamannastraumnum. Ferðavefurinn turisti.is birtir tölur um umsvif á Keflavíkurflugvelli í september en þar kemur fram að ferðirnar eru helmingi fleiri en í hittifyrra. Það vekur líka athygli að hlutur erlendra flugfélaga eykst stöðugt.

Skúli Mogensen, forstjóri Wow, hefur verið mjög djarfhuga í yfirlýsingum um nauðsyn uppbyggingar vegna aukinnar ferðamennsku. Sumum finnst kannski vel í lagt hjá Skúla, en þegar betur er að gáð virðist flest vera rétt og sjálfsagt hjá honum. Það þarf líklega að byggja hraðar upp á Keflavíkurflugvelli og vegakerfið er allsendis ófullnægjandi. Skúli leggur til að ráðist verði í að tvöfalda hringveginn sem er löngu tímabært. Þar æða áfram á þröngum vegum stórir vöruflutningabílar innan um túrista í bíldósum.

Það er líka rétt hjá Skúla að aldrei hefur vantað vilja eða fé til að hlaða undir stóriðju á Íslandi, en þegar ferðaþjónusta er annars vegar ganga hlutirnir býsna hægt.

 

stjornstod

Fimm ráðherrar voru mættir þegar tilkynnt var um Stjórnstöð ferðamála. Vonandi ber það vott um eindreginn vilja til að gera betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins