fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Mögnuð kvikmynd úr fíkniefnastríðinu

Egill Helgason
Mánudaginn 5. október 2015 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sicario er ein magnaðasta kvikmynd sem ég hef séð lengi. Hún gerist í víglínu stríðsins gegn fíkniefnum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó – atburðirnir hverfast um borgina Juarez sem var nánast stríðssvæði til skamms tíma. Morðtíðnin hefur reyndar lækkað þar síðustu árin, en 2010 voru átta til níu morð þar á dag.

Rithöfundurinn Roberto Bolano skrifaði raunar líka bók sem gerist að hluta til í Juarez, það er stórvirkið 2666. Þar segir frá óhugnanlegum ránum og morðum á ungum konum (feminicide) í bæ sem Bolano nefnir Santa Teresa, en er augljóslega byggður á Juarez.

Í Sicario er fjallað um leynilega innrás bandarískra löggæslumanna yfir landamærinn, inn í heim fíkniefnabaróna. Sú reynist byggð á mjög hæpnum forsendum, þarna eru fulltrúar frá CIA og málaliðar komnir úr stríðinu í Afganistan, þegar yfir lýkur er ekki alveg gott að sjá hverjir eru vondu eða góðu gæjarnir.

En það er stíllinn á myndinni sem gerir hana svo góða, nákvæmnin og þéttleikinn í frásögninni og dulin spenna og þá aðallega í kringum persónuna sem hinn frábæri leikari Benicio del Toro leikur. Í raun sést ekkert í myndinni sem getur talist fagurt, nema einstöku sinnu þegar glittir í skýjafar á himni. Eyðimörkin er ógnandi, girðingarnar á landamærunum eru hræðilega mannfjandsamlegar og öll hús eru ljótir steinsteypuklumpar.

Í hléi á Sicario velti ég fyrir mér hver hefði samið hina mögnuðu tónlist. Með gúgli kom í ljós að það er Íslendingurinn Jóhann Jóhannsson. Ekki ólíklegt að hann verði tilnefndur til Óskarsverðlauna annað árið í röð fyrir þetta verk. Annað væri eiginlega fráleitt.

 

Main-Quad_AW_29617-Sicario-small

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins