fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Mankell – upphafsmaður norrænu glæpasagnabylgjunnar

Egill Helgason
Mánudaginn 5. október 2015 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henning Mankell var maðurinn sem hrinti af stað norrænu glæpasagnabylgjunni. Söguhetja hans Wallander hefur birst í ótal myndum síðan, meðal annars í Erlendi, aðalpersónu Arnaldar Indriðasonar.

Þetta er lögreglumaður sem sker sig ekki úr, lifir hversdagslegu lífi og á við venjuleg vandmál að stríða. Er kannski pínulítið sérvitur, en ekki um of.  Hann beitir ekki brellum við rannsóknir sínar, ekki ofbeldi og ekki ofurmannlegum rökleiðslum – helsti styrkur hans er ákveðið innsæi og mannskilningur.

En Wallander á reyndar fyrirmynd í Martin Beck, lögreglumanninum sem Maj Sjövall og Per Wahlöö skópu á sínum tíma.

Beck svipar aftur mjög mikið til Maigrets, lögreglufulltrúans úr bókum hins ótrúlega afkastamikla Georges Simenon (Maigret er reyndar hamingjusamlega giftur ólíkt Wallander, Arnaldi og Beck sem eru allir fráskildir). Simenon er hinn mikli meistari þessarar greinar glæpasagna. Bækur hans eru knappar og kaldhamraðar meðan Norðurlandabúunum hættir til að teygja lopann. En Mankell var líka góður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins