

Enn ein fjöldamorðin í skóla í Bandaríkjunum, Obama heldur ræðu – frábæra ræðu – og er mikið niðri fyrir. Það er farið að telja, þetta er í sjötta sinn sem hann flytur ræðu af slíku tilefni. Þær virka semsagt ekki neitt ræðurnar, þótt þær séu góðar
Viðbrögð við skotárásinni í Oregon í gær eru víðast þau að ekki sé hægt að gera neitt – forsetinn hefur greinilega ekki næg völd til að stöðva brjálæðið.
Einn spekingurinn sem er í forsetaframboði fyrir Repúblikanaflokkinn sagði eftir síðustu eða þarsíðustu árás að best væri ef allir væru með nógu öflugar byssur – þá gætu menn til dæmis varið sig ef einhver færi að skjóta í bíó.
Þessi tölfræði hér er eiginlega alveg brjálæðisleg. Þarna má sjá muninn á því hversu miklu fleiri Bandaríkjamenn deyja af byssuskotum heima fyrir og af völdum hryðjuverka. Munurinn er þúsundfaldur.