fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Eyjan

Flokkar ráða vali nefndarmanna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. janúar 2015 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Venjan hefur verið sú í stjórnmálum á Íslandi að flokkar eða minnihlutar tilnefna sína menn í stjórnir og fá þá kosna mótakvæðalaust. Þannig er það á Alþingi og eins í sveitarstjórnum.

Enda hefur verið talið að flokkunum sé almennt treystandi til að tilnefna sæmilegt fólk. Þeim hefur semsagt verið þetta í sjálfsvald sett.

Nú ber svo við að borgarfulltrúar eru gagnrýndir fyrir að greiða ekki beinlínis atkvæði gegn þekktum íslamó- og hómófób sem Framsóknarflokkurinn tilnefndi í eina nefnd borgarinnar.

Kannski hefði verið betra að meirihlutinn hefði einfaldlega greitt atkvæði á móti – en það er þó ekki samkvæmt hefð.

Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, skrifar á Facebook:

Mér finnst það afar furðulegt að ætla að fara að hafa áhrif á það hverjir eru skipaðir í ráð og nefndir af öðrum flokkum. Mér er oft meinilla við málflutning þeirra sem ég hef samt kosið til að sitja í nefndum af því einfaldlega að hverjum flokki á að vera í sjálfsvald sett hver er valinn. Ef þetta samkomulag er ekki virt þá má segja að meirihlutinn gæti hugmyndafræðilega komið í veg fyrir setu þeirra sem þeim eru ekki „þóknanlegir“. Það gengur einfaldlega ekki upp.

Það eru framsóknarmenn sjálfir sem verða að taka á sínum innanmeinum, aðrir gera það ekki fyrir þá. Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi í Fljótsdalshéraði, gerir það reyndar  hressilega á Facebook síðu sinni:

„Viðbrögðin í gær, bæði út á við og inn á við á lokuðum síðum flokksmanna, sýndu afdráttarlaust að allur þorri flokksmanna er kominn með upp í kok af framgangi borgarstjórnarflokksins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“