fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Gústaf í mannréttindaráð fyrir Framsókn

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. janúar 2015 00:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varamaður var kosinn í mannréttindaráð Reykjavíkur í kvöld, Gústaf Níelsson. Hann er fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina.

Gústaf hefur lengstum verið í Sjálfstæðisflokknum, hann er eins og kunnugt er bróðir þingmannsins Brynjars Níelssonar.

Gústaf var eitt sinn með útvarpsþátt á Sögu og gekk þar svo hart fram að hann þurfti að hætta, en hann er þekktur fyrir andstöðu við múslima og fyrir að vanda samkynhneigðum ekki kveðjurnar.

Vísir hefur hefur eftir Guðfinnu J. Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar, að „allskonar raddir eigi að hljóma í mannréttindaráði borgarinnar“.

En svonefnd Grundvallarstefnuskrá Framsóknarflokksins er mjög afdráttarlaus hvað varðar mannréttindi:

Við berjumst fyrir mannréttindum, virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Við höfnum hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum. Við munum ávallt verja skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi og friðhelgi einkalífs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi