Hér er að finna 3. þátt Vesturfaranna, á vef RÚV.
Í þessum þætti förum við á Eyrarbakka við Winnipegvatn þar sem við hittum sagnfræðinginn- og skjalavörðinn Nelson Gerrard. Hann sýnir okkur ýmislegt úr fórum sínum, málverk, bækur, ljósmyndir, skjöl – skrín sem gert var af Bólu-Hjálmari og fléttur kúrekans Longhaired Joe, en hann var bróðir Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar.
Við hittum líka kántrísöngvarann Roy Gudmundsson og hann syngur fyrir okkur í fullri múnderingu. Roy, sem er bóndi og fiskimaður, býr í Riverton, íslensku byggðarlagi sem er frægt fyrir fjörlegt tónlistarlíf.