Ef ég væri ungur og hress kvikmyndagerðarmaður og nennti að þvælast um með kvikmyndavél á nóttinni, þá myndi ég gera heimildarmynd um leigubílstjóra í New York.
Leigubílstjórar í þessari borg eru ævintýralegir. Þeir eru flestir kominir frá mjög framandi stöðum, í gær ók ég með bílstjóra frá Túrkmenistan.
Leigubílana í New York keyra yfirleitt menn af þeim þjóðum sem síðast hafa komið til Vesturheims, oft frá svæðum þar sem geisa átök
Hvað hafa þessir menn gert til að komast til New York? Hvernig aðstæður búast þeir við? Hvað sjá þeir á nóttinni og daginn?
Einn vinur minn sagði að leigubílstjórar í New York væru líklega duglegustu menn í heimi.
Ég mun ekki gera þætti um þetta – en þarna er sannarlega efni í verðlaunamynd.