fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Aukin verðmætasköpun

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. september 2014 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er láglaunaland og heilsu- og velferðarþjónusta er að molna niður.

Þetta er staðreynd sem blasir við öllum, hvar í flokki sem þeir eru.

Við stöndumst ekki samanburð við nágrannaþjóðir. Við verðum lengi að bíta úr nálinni með efnahagshrunið 2008, það er svo langt í frá að við séum búin að jafna okkur á því.

Við þurfum að greiða vexti af himinháum erlendum lánum, örmyntin okkar er umkringd gjaldeyrishöftum, fjárfestingar eru í lágmarki.

Og launin eru allt of lág. Við horfum enn upp á landflótta, það sem nefnt er spekileki, stjórnmálahreyfing sem vill að við göngum í Noreg fær mikinn hljómgrunn. Á vefsíðu hennar er að finna eilífan samanburð milli Íslands og Noregs – Íslandi verulega í óhag.

Við þessu er ekki annað ráð en að skjóta fleiri stoðum undir íslenskt efnahagslíf. Það er vissulega kostnaðarsamt að vera smáþjóð í stóru landi – haldandi uppi kerfum sem eru dýr og mörg reyndar óhagkvæm. Við munum ekki ná miklum framförum í lífskjörum með þrasi um skattþrep. Það er öruggt að við skattleggjum okkur ekki út úr þessu. Auðlegðarskattur til að fjármagna nýjan Landspítala er vond hugmynd hjá Vinstri grænum.

En lengra verður heldur ekki gengið í niðurskurði á Íslandi, þvert á móti – það þarf að bæta í á flestum sviðum.

Það er ljóst að verðmætasköpunin þarf að verða meiri í íslensku hagkerfi. Annars lagast þetta ástand varla.

Er kannski kominn tími til að hugsa aðeins betur um rafmangssölu með sæstreng til Bretlands?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“