fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Fangar kerfanna

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. september 2014 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef oft nefnt það að við Íslendingar erum gjarnir á að búa okkur til kerfi sem vaxa okkur yfir höfuð – og við eigum svo í mestu vandræðum með að hnika.

Það getur verið vegna hagsmuna, tregðulögmála – og jafnvel stjórnmála sem einkennast fremur af skammsýnu þrasi en heilbrigðri skynsemi.

Svona virðist þetta vera með mjólkurframleiðslu. Hvaða vit er í því að afhenta einu risafyrirtæki völd yfir öllum mjólkurvörum í landinu? En eru einhverjar líkur á að verði samstaða um að vinda ofan af þessu kerfi?

Og svona er það líka með heilbrigðiskerfið þar sem allt hefur í langan tíma stefnt í átt til miðstýringar. En árangurinn hefur ekki verið sérlega góður. Nei, heilbrigðisþjónustan er í molum, allt frá heilsugæslustöðvum upp í skurðstofur. Það er brostinn stórkostlegur landflótti í lækna- og hjúkrunarlið og húsakynni eru allsendis ófullægjandi.

En samt virðist ekki vera hægt að ná samstöðu meðal stjórnmálamanna um aðgerðir. Menn segja eitt þegar þeir eru í ríkisstjórn og allt annað þegar þeir eru stjórnarandstöðu.

Þessari mynd er deilt víða á Facebook. Það verður að segjast eins og er, hún er bráðsnjöll. Höfundurinn er Páll Ivan frá Eiðum.

10687924_613575302088172_5269965065294610340_o

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“