Þarna er áhugaverður fundur undir yfirskriftinni Iceland’s Bright Future, haldinn í London, og nú vonar maður að enginn fái ofbirtu í augun þegar hann heyrir um framtíð Íslands, full fjármagnað lífeyrissjóðskerfi, best fjármögnuðu banka í Evrópu og nýtt skeið sjálfbærrar þróunar. Reyndar verður að taka fram að á eftir því er bætt litlu: „Eða er það?“
Það er ekkert sérlega merkileg afstaða að telja að sannleikurinn sé alltaf einhvers staðar í miðjunni – eins og sumir virðast halda. En í þessu tilviki gæti það hugsast, að það sem er satt og rétt sé einhvers staðar á milli þess sem fer fram á þessum fundi og þeirra sem halda því fram að Ísland sé ónýtt, en það stendur í grein sem hefur veri deilt rosalega mikið á netinu.